Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaráð Garðaskóla stofnað

08.01.2009

Samkvæmt nýjum grunnskólalögum sem gildi tóku í júlí sl. ber skólastjóra grunnskóla að hafa forgöngu um stofnun skólaráðs sem tekur við þeim hlutverkum sem foreldraráð, kennararáð og nemendaráð að hluta samkvæmt eldri lögum.

Um starfsemi skólaráða hefur verið gefin út reglugerð (1157/2008) sem finna má á vefsíðu menntamálaráðuneytis og einnig á heimasíðu Garðaskóla.

Meginverkefni skólaráðs er að vera samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð fjallar því um og tekur þátt í stefnumörkun skólans og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Í skólaráði Garðaskóla sitja 9 fulltrúar samkvæmt lögum:

Tveir fulltrúar foreldra sem skipaðir voru úr fráfarandi foreldraráði Garðaskóla:

Helena Guðmundsdóttir (helenagu@hafnarfjordur.is)

Friðrik Ingi Friðriksson (ingi@seal.is)

Tveir fulltrúar kennara úr fráfarandi kennararáði Garðaskóla.

Guðrún Björk Einarsdóttir (gudrunb@gardaskoli.is)

Reynir Engilbertsson (reynir@gardaskoli.is)

Tveir fulltrúar nemenda úr nemendaráði Garðaskóla.

Eydís Lilja Eysteinsdóttir (eydislilja@hotmail.com)

Kristjana Björk Brynjarsdóttir (kristjanana@gmail.com)

Forstöðumaður Garðalundar sem fulltrúi grenndarsamfélags Garðaskóla

Gunnar Richardson (gunnar@gardaskoli.is)

Fulltrúi annarra starfsmanna en kennara Garðaskóla

Soffía Jacobsen (soffiaj@gardaskoli.is)

Skólastjóri Garðaskóla (ragnar@gardaskoli.is)


Aðstoðarskólastjóri Garðaskóla (throstur@gardaskoli.is)

Aðstoðarskólastjóri situr fundi skólaráðs og stýrir skólaráði í forföllum skólastjóra.

Fyrsti fundur skólaráðs Garðaskóla var haldinn fimmtudaginn 18. desember sl.

Með bestu kveðju

Ragnar Gíslason, skólastjóri Garðaskóla

 

Reglugerð nr. 1157/2008 um skólaráð við grunnskóla.

Til baka
English
Hafðu samband