Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bekkjarkvöld hjá 8.HV

21.11.2008
Bekkjarkvöld hjá 8.HV

8.HV hélt bekkjarkvöld í gærkvöldi. Þar mættu krakkarnir með foreldrum og systkinum og borðuðu mexikóskan mat. Stelpurnar höfðu eldað matinn með hjálp Kristjáns kennara í heimilisfræði um morguninn. Skemmtiatriðin voru frábær, stuttmynd þar sem gert var létt grín af kennurunum, tvö tónlistaratriði, dans, myndasýning með gömlum myndum og upptaka úr umsjónartíma.

Ég vil þakka foreldrafulltrúunum, þeim Hörpu og Sigurbjörgu, fyrir að standa að þessu frábæra kvöldi, Kristjáni fyrir að aðstoða stelpurnar við matreiðsluna, starfsfólki í Garðalundi fyrir aðstoð við krakkana og ekki síst öllum nemendum, foreldrum og systkinum fyrir góða mætingu og skemmtilegt kvöld.   Smellið hér til að sjá myndir.

Hildur Viggósdóttir, umsjónarkennari 8.HV

Til baka
English
Hafðu samband