Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í Garðaskóla

20.11.2008
Heimsókn í GarðaskólaOkkur í Garðaskóla veittist sá heiður að taka bæði á móti gestum úr bæjarráði og skólanefnd Garðabæjar í sömu vikunni nú í nóvember. Gestirnir fengu kynningu á því helsta sem á döfinni er í skólanum ásamt því að skoða skólann og fylgjast með nemendum og starfsmönnum í leik og starfi. Það er ánægjulegt að greina frá því að gestirnir höfðu allmargir orð á því hversu notalegur og yfirvegaður vinnuandinn væri í skólanum. Það kom okkur starfsmönnum hins vegar ekkert á óvart því framkoma nemenda okkar einkennist ávallt að jafnaði af kurteisi og tillitssemi. Við þökkum góðum gestum fyrir komuna.
Til baka
English
Hafðu samband