Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinsælasta bókin

17.11.2008
Vinsælasta bókin Í lok október var gerð lestrarkönnun á vegum Skólasafns Garðaskóla sem náði til allra nemenda skólans. Var verið að kanna hver væri skemmtilegast bók sem nemendur höfðu lesið. Nánast allir nemendur Garðaskóla tóku þátt. Þetta var nafnlaus könnun þar sem nemendur skráðu niður á þartilgerða miða hver var uppáhalds/ skemmtilegasta bók sem þeir höfðu lesið. Einnig merktu þeir við kyn og árgang.
Mjög athyglisverðar niðurstöður fengust úr könnuninni. Helstu niðurstöður voru þær að bækurnar um Harry Potter eru greinilega langvinsælastar bæði meðal stelpna og stráka. Einnig kom fram að sömu bækur njóta hylli beggja kynja en auk þess eru mjög vinsælar hjá stelpunum dæmigerðar stelpubækur eins og „ Ég er ekki dramadrottning, Er ég bara flatbrjósta nunna, Stelpur í stuði“og fleiri slíkar. Einnig er athyglisvert hversu vinsælar bækur Þorgríms Þráinssonar eru og má þá sérstaklega nefna bókina Tár, bros og takkaskór sem er orðin er 18 ára gömul og Svalasta 7an sem er tæpar 350 síður. Niðurstöður úr könnuninni hanga uppi á skólasafninu og þar er hægt að sjá hvað bækur eru vinsælastar í hvaða árgangi og hjá stepum og strákum. Smelltu hér það þá færðu lista yfir 30 vinsælustu bækurnar.
Til baka
English
Hafðu samband