Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afmælisnefnd skólans

20.10.2008
Afmælisnefnd skólansAfmælisdagur Garðaskóla er 11. nóvember og verður hann haldinn hátíðlegur í haust samkvæmt venju. Afmælisnefnd skólans hefur tekið til starfa og er skipuð nemendum úr 10. bekk undir stjórn Írisar Teresu Emilsdóttur formanns nemendafélagsins og Gunnars Richardssonar forstöðumanns Garðalundar. Nefndin er að safna hugmyndum varðandi afmælisdaginn og má telja öruggt að þau skipuleggi dagskrána þannig að allir nemendur og starfsmenn muni hafa ánægju og skemmtun af.

Til baka
English
Hafðu samband