Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulagsdagur föstudaginn 19. september

18.09.2008
Föstudaginn 19. september er skipulagsdagur í öllum leik- og grunnskólum Garðabæjar. Af þessum sökum fellur öll kennsla niður þennan dag. Starfsfólk skólanna mun taka þátt í námskeiði um samskiptahæfni í skólastarfi. Aðal fyrirlesari er Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við Háskóla Íslands en hún hefur varið starfsferli sínum í rannsóknir á tilfinninga- og félagsþroska ungmenna og hvernig skólar vinna með þessa þætti. Sigrún gaf nýlega út bókina „Virðing og umhyggja – ákall 21. aldar“ sem starfsfólk skólanna í Garðabæ fékk að gjöf frá bænum síðastliðið vor.
Til baka
English
Hafðu samband