Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
02.06.2008 10:03
Heimsókn í orkuveitunaÍ síðustu viku maí fóru allir 8. bekkir skólans, einn í einu í heimsókn í safn Orkuveitu Reykjavíkur í Elliðadal. Safnið var skoðað með leiðsögn og kynning var á nýtingu sjálfbærra orkugjafa okkar Íslendinga almennt þ.e. vatnsafls og jarðhita.
Þá skoðuðu nemendur gömlu Elliðaárrafstöðina og var fjallað um merka sögu hennar og hún tengd þróun höfuðborgarsvæðisinis og rafvæðingu þess.
Þessi heimsókn var endahnúturinn á skemmtilegri vinnu nemenda í 8. bekk í samfélagsfræði um orkumál og orkugjafa heimsins,sem staðið hefur frá próflokum.
Allir nemendur hafa staðið skil á verkefnum sínum með glæsilegum kynningum fyrir kennara og samnemendur sína
Til baka
English
Hafðu samband