Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í Flataskóla

15.05.2008
Heimsókn í FlataskólaNemendaráðgjafar úr Garðaskóla sem eru í 9. og 10. bekk fóru í Flataskóla og hittu nemendur í 7. bekk sem eru væntanlegir nemendur Garðaskóla næsta haust. Þeir settust með þeim í litla hópa og sögðu þeim frá skólanum, náminu, skipulaginu og félagslífinu sem bíður þeirra næsta vetur. Skólarnir hafa með gagnkvæmum heimsóknum reynt að gera þeim skólaskiptin auðveld og jákvæð og eru væntanlegir nemendur okkar eftirvæntingafullir og jákvæðir fyrir skólaskiptunum.
Til baka
English
Hafðu samband