Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreinsunardagar

08.05.2008
Miðvikudaginn 7. maí fóru nemendur í 8. bekk út með kennurum og hreinsuðu umhverfi skólans. Garðyrkjudeild bæjarins lagði til hrífur og rusl var hreinsað á skólalóð, í kringum lækinn og út með hitaveitustokknum. Mikil þörf var á að hreinsa upp eftir veturinn og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Þeir voru jákvæðir og vinnusamir og eiga hrós skilið fyrir verkið!
Til baka
English
Hafðu samband