Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaheimsókn í FG

11.03.2008
Skólaheimsókn í FGNauðsynlegt er að nemendur kynnist vel hverfisskólanum sínum og viti hvaða námsbrautir hann hefur upp á að bjóða. Fjölbraut í Garðabæ hefur kappkostað að taka vel á móti öllum nemendum úr Garðaskóla. Í Fjölbraut í Garðabæ eru fjölbreyttar námsleiðir og reynt að koma á móts við einstaklinginn þar sem hann er staddur. Þar eru almennar brautir fyrir þá sem ná ekki lágmarks einkunnum á samræmdum prófum og hraðhópur þar sem nemendur geta með góðum stuðningi farið hraðar í gegnum námið.
Til baka
English
Hafðu samband