Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjórn foreldrafélags Garðaskóla hittist á 2. fundi sínum starfsárið 2013-2014 þann 3. desember 2013 heima hjá Hrönn. 

Mættar: Edda Rósa Gunnarsdóttir, Hrönn S. Steinsdóttir og Sigríður Guðlaugsdóttir.

 

Rætt um forvarnir gegn einelti og ákveðið að fá fyrirlesara fyrir veturinn.

 

Ákveðið að Edda Rósa talaði við Brynhildi í Garðaskóla um hugmyndina að fá Selmu Björk Hermannsdóttur til að halda fyrirlestur um einelti og að fá Siggu Dögg kynlífsfræðing til að vera með kynfræðslu fyrir nemendur og foreldra.

 

Ákveðið að stofna bankareikning og byrja að innheimta félagsgjöld eða styrk til foreldrafélagsins. Hrönn sér um að koma bankamálum í gang og stofna bankareikning.

 

Rætt um dagskrá vorannar og eftirfarandi dagskrá ákveðin.


Febrúar Kynning - Einelti – Selma Björk Hermannsdóttir og Hermann faðir hennar um morguninn í skólanum og foreldrar um kvöldið


Lok Apríl
Sigga Dögg um morguninn með krökkunum og með foreldrum um kvöldið

 

Næsti fundur ákveðinn í 2. viku í janúar - þriðjudaginn 7. janúar kl 20 heima hjá Hrönn.

 

Ekki meira gert og fundi slitið.

English
Hafðu samband