Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólasafn Garðaskóla skólaárið 2016-2017

Skólasafn Garðaskóla er á efri hæð skólahússins í suðurenda. Skólaárið 2016-2017 verður safnið í tímabundinni aðstöðu þar sem breytingar á staðsetningu þess eru í bígerð. Því hefur aðgengi að bókakosti safnsins verið skertur.
Safnið er opið daglega frá kl. 8.10 – 15.30. 

Á safninu geta nemendur fengið alveg ókeypis sniðugar hugmyndir, skemmtilegar athugasemdir, bros, klapp á bakið, gott skap, bækur að láni, upplýsingar um frábærar krækjur og skoðað tímarit og bækur. 

Nemendur geta fengið afnot af ýmis konar tækjum á skólasafninu í tengslum við skólaverkefni.

Það er mikilvægt að skólasafnið sé þægilegur staður að vera á. Þar eiga nemendur og starfsmenn skólans að geta unnið í ró og næði og haft tíma og tækifæri til að læra og bæta við sig þekkingu. Þess vegna göngum við hægt og hljótt um safnið og sýnum öðrum safngestum tillitsemi. 

Bókakostur safnsins er um 13.000 bindi, þar af eru um 3800 unglinga- og skáldsögur. Safnið kaupir reglulega fjölmörg tímarit. Annað safnefni er m.a. hljóðbækur, mynddiskar, tónlistardiskar og kennsluspil. 

Á safninu er hægt að finna efni um nánast allt milli himins og jarðar. Hvernig á að baka súkkulaðiköku, hvaða bílar voru vinsælir 1960 og hvernig á að hugsa um gæludýr. Það er hægt að aukið þekkingu sína í stjörnufræði og lesið bækur á ensku,dönsku og íslensku. Þetta er aðeins örlítið brot af því efni sem finnst á safninu. 

Flestar bækur safnsins eru lánaðar heim en orðabækur og önnur uppsláttarrit sérstaklega merkt eru eingöngu til afnota í skólanum. Útlánstími bóka er þrjár vikur og hver nemandi má hafa þrjár bækur að láni í einu. 

Allur safnkostur er tölvuskráður í Gegni sem er landskerfi bókasafna. 
Hægt er að finna út hvort safnið á einhverja ákveðna bók eða eitthvert annað efni með því að leita í gegnir.is 
English
Hafðu samband